Verid velkomin i landid mitt

blog archives

favorite blogs

Skemmtilegt folk
Hollands mærin
Gettu betur?
Stjórnmálafyndinn
Júdókappinn

  (<$BlogItemCommentCount$>) komment

contact...
Skrifið eitthvað skemmtilegt til ad mynda prumpubrandara

This page is powered by Blogger.

Wednesday, March 24, 2004
Ef svo vill til að einhver vina minna gerist áskrifandi af DV þá þarf ég að endurskoða vináttu mína við viðkomandi.
posted by Maria 12:12 PM
Niður með æsifréttablöð!

Niður með DV!


Ég lá dormandi í rúminu að reyna að losa mig við höfuðverk sem náði yfir allan vinstrihelming höfuðkúpunnar er þeir hringdu:
Edddna, María!
Já (hvíslaði ég í símann undir sænginni)
Eddna, ertu búin að fá DV sent til þín síðustu daga?
Nei (að vísu hafði ég séð þetta sorp sent til ömmu)
Nú! Áttu ekki heima á Barónsstígnum?
Nei
En sko, við erum með tilboð á DV þar sem þú færð reynsluáskrift á þremur mánuðum fyrir 895 kr. fyrir hvern mánuð. Hefurðu áhuga?
Nei
En þetta se svo ódýrt og kemur nú á morgnana.
Nei, takk

Ég telst nú frekar frjálslynd en íhaldsöm af þeim sem mig þekkja en DV gengur alveg fram af mér! Það er siðferðilega rangt að birta hvað sem er opinberlega ef ljóst er að það mun bitna á saklausu fólki! Það er ærumeiðandi blað sem blæs lítinn bjálka uppí hegningabekk. Ég gluggaði í DV hjá ömmu og reiddist ofboðslega. Ég vorkenni mjög þeim sem lenda í barðinu á ærumeiðandi blaðasnápunum hjá DV.

Sorglegt að Ísland skuli vera komið með fjölmiðlafólk sem lifir í sömu lágmenningu og það sem hundeltir frægt fólk í útlöndum helst útí opinn dauðann eða a.m.k. til að fá að vera kýlt í andlitið fyrir dónaskapinn og ágengnina eða það sem uppljóstrar leynilegum gögnum frá hinu opinbera og þannig truflar og jafnvel eyðileggur mikilvæga vinnu við málið.

DV er sorpblað.

Ef blaðið vill nokkurn tíma fá mig í lið með sér þá þurfa ritstjórar að hugsa sinn gang og vanda vinnubrögðin því það er ekki sama hvernig að málunum er gengið og um þau rætt.

Málsháttur dagsins er þessi:

aðgát skal höfð í nærveru sálar

posted by Maria 12:04 PM
Thursday, March 18, 2004
María lagðist í smá vetrardvala
En er mætt aftur fullfrísk af skammdegishugsýkinni og öllu sleni sem því fylgir.

MMMMMMMMMMMMM AAAAAAAAAAAAHH Já þetta var betra teygja úr sér!

Og rétta!

Síðustu dagar hafa verið með einsdæmum sólríkir og góðir! Ég er komin á hjólið aftur og er hamingjusamari en andskotinn. Hverjum dettur í hug að velja bíl framyfir hjól. Túrinn í skólann vekur mann hressilega á morgnana. Sérstaklega með Reykjarvíkurblæinn* kitlandi háls og úlnliði.

(*Fyrir mánuði hefði ég skrifað að frostbit Reykjarvíkurnæðingsins kæmi í veg fyrir morgunreiðtúra og því kæmi Lancerinn hennar ömmu sér vel).

Mikið er ég annars heppin að vera orðin 26 ára og eiga ömmu mína að sem vinkonu og leiðsögumann í gegnum hið flókna apparat sem samfélagið er. En líf mitt er víst spunnið inní það í bili.
Hvað með ef ég hyrfi á vit frumskóga Brasilíu og lifði frumstæðu lífi spendýrsins, homo sapiens, í tíu ár.
Myndi þjóðfélagið ekki hafna mér er ég kæmi tilbaka? Manneskju sem sleit naflastreng þegnsins við þjóðfélagið. Engin viðskipti við hið opinbera eða bankana, hvað þá lífeyrissjóðina.

Ef ég hverf einhvern daginn, þá vitið þið hvert.

posted by Maria 7:08 AM



home