blog archives
favorite blogs
contact... Skrifið eitthvað skemmtilegt til ad mynda prumpubrandara
María lagðist í smá vetrardvala En er mætt aftur fullfrísk af skammdegishugsýkinni og öllu sleni sem því fylgir. MMMMMMMMMMMMM AAAAAAAAAAAAHH Já þetta var betra teygja úr sér! Og rétta! Síðustu dagar hafa verið með einsdæmum sólríkir og góðir! Ég er komin á hjólið aftur og er hamingjusamari en andskotinn. Hverjum dettur í hug að velja bíl framyfir hjól. Túrinn í skólann vekur mann hressilega á morgnana. Sérstaklega með Reykjarvíkurblæinn* kitlandi háls og úlnliði. (*Fyrir mánuði hefði ég skrifað að frostbit Reykjarvíkurnæðingsins kæmi í veg fyrir morgunreiðtúra og því kæmi Lancerinn hennar ömmu sér vel). Mikið er ég annars heppin að vera orðin 26 ára og eiga ömmu mína að sem vinkonu og leiðsögumann í gegnum hið flókna apparat sem samfélagið er. En líf mitt er víst spunnið inní það í bili. Hvað með ef ég hyrfi á vit frumskóga Brasilíu og lifði frumstæðu lífi spendýrsins, homo sapiens, í tíu ár. Myndi þjóðfélagið ekki hafna mér er ég kæmi tilbaka? Manneskju sem sleit naflastreng þegnsins við þjóðfélagið. Engin viðskipti við hið opinbera eða bankana, hvað þá lífeyrissjóðina. Ef ég hverf einhvern daginn, þá vitið þið hvert. posted by Maria 7:08 AM
home