Verid velkomin i landid mitt

blog archives

favorite blogs

Skemmtilegt folk
Hollands mærin
Gettu betur?
Stjórnmálafyndinn
Júdókappinn

contact...
Skrifið eitthvað skemmtilegt til ad mynda prumpubrandara

This page is powered by Blogger.

Saturday, April 17, 2004
Mikið er himinninn fagur séð frá vesturbæ Reykjavíkur!

Fátt veit ég betra en að hjóla í logni eða smá golu við kvöld- og morgunroðann.


Ég er að skrifa BA ritgerð sem er þýðing úr íslenskri nýlatínu. Það er ekki í frásögur færandi nema hvað að ég hef þúrft að fletta í allmörgum orðabókum á hinum margvíslegu tungum til þess að finna út merkinguna á hinum og þessum orðum. Eitt af þeim var praelatum. Fimmtudaginn síðasta finn ég hana út eftir víðáttumikla leit. Sem sagt biskup. Nú fyrir korteri síðan las ég bloggið hennar Önnu minnar í Hollandi og sé ég þá ekki nema þetta forláta orð.

Hvernig stendur á svona tilviljunum?

---------------------------------------------------

Í morgunn heyrði ég til Ríkharðs, fjögurra ára vinar Kjartans sem gisti hjá okkur í nótt, segja lágt að hann hafi séð mömmu hans á brókinni í eldhúsinu. Ég hentist í snarheitum inní stofu, hristi bossann framan í strákana og spurði þá hvort þeim þætti hann ekki sætur. Það er nefninlega eins gott að losa svona kríli strax við blygðunarkennd svo þeir muni ekki líða fyrir það með aldrinum.

Ég var að heyra barnasögu í dag af fjögurra ára stelpu sem horfði samviskusamlega á páskabarnaefnið um síðustuhelgi en fékk síðan martraðir. Er mamma hennar spurði hana hvað hana hefði dreymt. Þá svaraði hún: "Um mennina þrjá, Jesús, Júdas og þennan vondasta með þyrnikórónuna!"

posted by Maria 2:48 PM
Comments: Post a Comment



home