blog archives
favorite blogs
contact... Skrifið eitthvað skemmtilegt til ad mynda prumpubrandara
Nú þegar ég er komin í mitt eigið húsnæði, stórt og rúmgott, er ég búin að tína næstum allt bókasafnið mitt uppúr rykföllnum kössum sem í rúm tvö ár hefur heimilislaust beðið niðrí kjallara hjá ömmu og mömmu. Skírnir frá 1911, Espólín og margar spennandi skruddur. Í gær gluggaði ég í Málsháttasafn Finns Jónssonar (Þó ekki Finns biskups sem ég hamast við að þýða um þessar mundir). Þar fann ég nokkra athyglisverða málshætti sem lýsa kvennfordómum. Látum heyra: Kauptu konu og ljereft við ljós Drós er dánumanns yndi Lítið er lúnga í lóuþræls únga, þó er enn minna manvitið kvinna Hlýðin kona hefur í staðinn ást og eftirlæti Sá flytur gott hlass í garð sem góða konu fær Ekki er öllum konum eins að heilsa Sá á þarfan hlut sem á þrifna konu Aldrei er kvennastjórn affaragóð Kona er karlmanns fylgja Gamlar stúlkur og úngar ekkjur gefa jafnan gott færi Sá á konu sem kaupir Þessir málshættir voru barn síns tíma, enda tekið saman í rit árið 1920 en alltaf bregður mér jafnmikið að sjá svona niðurlægingu sem sem kemur uppúr þurru. Voru konur virkilega stoltar að heyra sig nefndar í samhengi við einhvern af þessum málsháttum? Fannst eiginmönnunum þeir vera rómantískir er á síðkvöldum þeim varð á orði við sína heittelskuðu: Sá á þarfan hlut sem á þrifna konu. Annars fann ég nokkra aðra athyglisverða. Þeir eru eftirfarandi: Enginn kemur frá einum presti óskitinn Ekki er matur í pistlum Páls sem prestar kveða Enginn er alheimskur ef þegja kann Ekki er vert að þakka áður en maður smakkar Sá á þef sem fyrst finnur Þennan myndi amma tileinka sér: Svo er hver virtur sem hann er gyrtur Þennan hér tileinka ég mér hins vegar: Hvað veit sá er einskis freistar posted by Maria 3:14 AM
home