Verid velkomin i landid mitt

blog archives

favorite blogs

Skemmtilegt folk
Hollands mærin
Gettu betur?
Stjórnmálafyndinn
Júdókappinn

  (<$BlogItemCommentCount$>) komment

contact...
Skrifið eitthvað skemmtilegt til ad mynda prumpubrandara

This page is powered by Blogger.

Friday, June 25, 2004
Ég skrifa frá nýja vinnustaðnum mínum, nefninlega SAMSKIPUM.

Þar var mér boðið að keyra 42 tonna gámalyftara sem ég og þáði strax. Hvað er meira kúl en að vinna við svoleiðis yfir sumartímann. Þar að auki fékk ég það staðfest í vikunni að ég er þriðji fulltrúi hins kynsins til þess að aka slíkan kjörgrip.

posted by Maria 11:25 AM
Monday, June 14, 2004
Ég hef enn ekki fengið svar frá Ístaki og samskipum um sumarvinnu á vinnuvélar. Ég hefði átt að senda myndina af mér í blautabolnum með atvinnuumsókninni! Svona er að hugsa eftirá.

Annars leikur lífið við mér þessa dagana. Fór í IKEA í gær og keypti vegglampa ofl. Skipti þegar í stað út þeim með uppstoppaða þrestinum á vegglampatrjágreininni. Þetta er svona skraut sem gæti farið vel heima hjá Dolly Parton. Ég er ekkert gefin fyrir kúrekarómans og uppstoppuð dýr á mínu heimili. Hvorki dauð né lifandi ef út í það er farið. Ég á meira en nóg með það að þrífa upp eftir mig sjálfa og Kjartan. Ætla ekki að kaupa mér aukafyrirhöfn.

Um helgina ætlaði ég að ganga frá Hrafntinnuskeri til Landamannalauga ALEIN. Síðustu kílómetrana tók jafnlangan tíma að aka og frá Rvk að Hellu. Það sást ekkert í fimm metra fjarlægð frá jeppanum fyrir þoku og fimbulveðri. Þegar í skálann var komið gaf ég mig. Treysti mér ekki til að ganga þetta nema í sjálfsmorðshugleiðingum væri. Enda komu aldeilis veðurbarnir og blautir útlendingar innan úr hvítu móðunni. Svíinn frá Emstrum skalf í tvær klukkustundir í svefnpokanum sínum eða þar til hann sofnaði. Síðan birtist ungur Frakki, ansi kaldur og súr á svip. Hann hafði gengið í bómullarsokkum. Ferðin var samt skemmtileg því þegar komið var að ísnum var útsýnið fagurt.

posted by Maria 7:16 PM



home