Verid velkomin i landid mitt

blog archives

favorite blogs

Skemmtilegt folk
Hollands mærin
Gettu betur?
Stjórnmálafyndinn
Júdókappinn

  (<$BlogItemCommentCount$>) komment

contact...
Skrifið eitthvað skemmtilegt til ad mynda prumpubrandara

This page is powered by Blogger.

Friday, June 13, 2003
aevintyrin bida vid hverja krossgotu

I gaer for eg i tennis! I gaer for eg i tennis med itolskum motorhjolatoffara! I gaer for eg a motorhjol! Lika i fyrradag...
Lengi hefur mig langad i motorhjol. Longunin er mikil, mer vard a ad slefa a hjolid hans i gaer.

Annars er ofbodslega skemmtilegt ad vera med Riccardo. Helsti kosturinn er natturulega flotta motorhjolid hans, en svo er hann lika svo fyndinn alveg oviljandi. Hann er algjor Woody Allen, bara miklu saetari, en svo taugaostyrkur og lundarfarid svipad, thar ad auki er hann litill og mjor eins og Woody. Eg atti erfitt med ad halda a tennisspadanum i gaer. Hann er innilega ekki sportisti og eg skil ekki af hverju hann var ad bjoda mer med ser i tennis, en samt er eg voda fegin enda fekk eg tharna i kaupbaeti e.k. stand-up. Var nanast 40 minutur samfleytt i hlaturskasti. T.a.m. svo thid skiljid hvad eg er ad fara, tha byrjadi hann a thvi ad fylla vasa sina af tennisboltum. Sidan settum vid okkur i stellingar og hann skaut fyrsta boltanum, sem for beint i netid. Hans megin. Og sidan helt hann afram koll af kolli og allir boltarnir i endudu a hans vallarhelmingi.

Eg er alltaf ad komast ad thvi meir og meir hve Italir eru frabaerir!

Um sidustu helgi for eg a Bjarkartonleika med islenskum vinkonum minum. Eg var buin ad steingleyma hve Islendingar eru leidinlegir. Mer thykir fyrir thvi ad segja thetta en mig langar ekkert serstaklega til Islands, bara fyrir sundlaugarnar og natturuna.

(Svo eru lika til nokkrir frabaerir Islendingar, en eg tholi ekki thurrkunturnar, matsjoid og besservisserana, sem jafnvel eu farin ad breidast ut til gomlu vinanna a Islandi)
Pud, fordi mer fra theim faraldri!

posted by Maria 9:27 AM
Um giftingar og skilnadi

Eg get ekki annad en baett adeins vid hugmyndir Onnu um thessi mal. T.a.m. Af hverju eru aldrei haldnar skilnadarveislur? Er ekki einmitt svo logiskt ad halda heljarinnar veislu til thess ad halda uppa (eflaust) langthrad frelsi? Fyrir mer er thad hid edlilegasta mal. Audvitad verda veislurnar tvaer. Ekki nema hin nyskildu vilji samfagna frelsinu! Og sidan verda sameiginlegir vinir ad velja a milli eda tha fara fyrst i adra veisluna og sidan hina.
Mer finnst ad skilnadarveislur eigi ad vera staerri en brudkaupsveislur! Hvad er svo sem spennandi vid thad ad lofa (og tha oftast ljuga) fyrir almaettinu, prestinum, fjolskyldu og vinum ad bua med, standa med, elska og virda, makann ad eilifu og eignast fullt af krokkum med honum. Hljomar eins og ad standa i rettarsal fyrir lifstidardomi i fangelsi! Svo neydast vinir og vandamenn til ad kaupa eitthvad drasl sem thig vantar ekki og langar eflaust ekkert i. Ae, hljomar allt eitthvad svo thvingad...

En i skilnadarveisluna koma allir med bus og bros eda bara bros, djamma fram a nott og lata eins og apar i frumskogi. -og eins og Anna ordadi thad 'ef veislan endar vel fer hver heim med odrum felaga en theim er hann kom med i veisluna'



posted by Maria 9:11 AM
Monday, June 09, 2003
italir hlaeja ad mer thegar eg segist vera ordin kaffibrun ...samkvaaemt theim er eg enn hvit sem mjollin!

Annars var eg i vinnunni i dag. Svaka fjor, eg vinn fyrir skemmtunina og laerdominn, horkuna og svitann i eldhusinu a Punto Macrobiotico. Fyrsti dagurinn var i dag. Eg laerdi hvernig a ad bua til is ur ferskum lifraent raektudum avoxtum og risgrjonamjolk og rismalti. Svaka fjor!

posted by Maria 1:10 PM
Thursday, June 05, 2003
Var svo oheppin...
ad lenda i 35 stiga hita solskini vid vesturstrond Italiu (5 terre) i gaer og er nu ordin kaffibrun. Folhviti litarhatturinn minn, stolt mitt til margra ara, hefur sagt sitt sidasta og eg mun ekki fa hans notid i sumar! Annars var ferdalagid algjort aevintyri!

Vinur minn hann Robbi atti afmaeli og baud mer heim til sin i ekta italskt fjolskylduafmaelisbod. Hann vard nefninlega 28 ara i gaer. Thar hitti eg gamlar og ogurlega hressar fraenkur hans, ein heitir Maria og er taeplega niraed en meinskemmtileg, eda a.m.k. vorum vid nofnurnar godar saman. Hun meira ad segja baud mer heim ad gista hja ser eftir a og eg hafdi mikla longun til thess en thottist viss um ad Robbi yrdi ekki svo anaegdur, enda er hann naeturgoltur eins og eg og til i ad takast a vid aevintyri naeturinnar eftir fjolskyldufarirnar.

Ja, naeturaevintyrid byrjadi med mikilli bilveiki thvi vid keyrdum um snarbrott og beygjusael fjoll. Svo um fjogurleytid komum vid ad fyrsta sjavarthorpinu af fimm (le cinque terre). Gengum medfram klettottri strondinni a milli baeja. Ad lokum tokum vid okkur sundsprett i baenum Corniglia, afar hressandi. Sjorinn var enntha kaldur eftir nottina en solin stod hatt og vann laumulega vid ad brunka hudina mina, sem kaerdi sig ekkert um ad brunkast.

Annars verd eg ad thjota a lestarstodina nuna thvi Kata vinkona er ad koma i heimsokn og vid aetlum ad mala baeinn raudan i nott asamt Johonnu vinkonu i Milano (hun leggur stund a ljosmyndun thar).

posted by Maria 4:12 AM
Tuesday, June 03, 2003
Kaeru lesendur

Um helgina for eg a hestbak uti fagurgraenni sveitinni i grennd vid Bologna. En hvad thad var skemmtilegt! Vid forum sem sagt tvaer vinkonurnar, Silvia og eg, i glada solskini og hita. vid Silvia eigum thad sameiginlegt ad tala latlaust. Thad gefst varla timi til ondunar svo skemmtilegar erum vid saman. thar ad auki erum vid svo godar saman Teamwork! Samvinna og adstod einkennir okkar vinattu og eg er farin ad hugsa med mer:

Med flestum vinkonum minum tha hjalpumst vid ad til thess ad flyta fyrir hinu og thessu en eg man ekki eftir thvilikri samvinnu og lifsorku med kaerustunum minum. tha hefur alltaf verid einhver samkeppni eda annad alika barnalegt i gangi. Hvernig get eg neytt sjalfa mig til thess ad gerast lesbia? Eda a.m.k. haett ad spa i karlmenn? Pipra og eiga fyrir vikid marga vini og goda, ferdast sjalfstaett, vera frjals fra vidjum losta og girndar?

Mikid vildi eg geta piprad hamingjusamlega!

En hvar vorum vid nu aftur... ae ja sunnudagurinn i solskini a STORUM hesti og ameriskum sodli, ekkert sma flykki. vonandi fer eg aftur vid fyrsta taekifaeri!

Sidan skruppum vid a tonleika i Parco Nord til thess ad hlusta a SKIN ur Skunk Anansie, che fica! og svo skemmtum vid okkur feikilega i Tivoliinu thar.

Nu er eg a leidinni uti sveit thvi Robi, vinur minn a afmaeli og vill bjoda mer i ekta italskt fjolskylduafmaeli, gaman gaman.

Ad auki tha kemur Kata vinkona min fra Islandi a midvikudaginn svo ef thid hafid saelgaeti (reyndar er eg ordin macrobiotica, stundum), mat eda gjafir ad faera mer vinsamlegast hafid samband vid hana i dag eda a morgun.

Knus og kvedjur


posted by Maria 4:05 AM



home