blog archives
favorite blogs
(<$BlogItemCommentCount$>) komment
contact... Skrifið eitthvað skemmtilegt til ad mynda prumpubrandara
Mikið er himinninn fagur séð frá vesturbæ Reykjavíkur! Fátt veit ég betra en að hjóla í logni eða smá golu við kvöld- og morgunroðann. Ég er að skrifa BA ritgerð sem er þýðing úr íslenskri nýlatínu. Það er ekki í frásögur færandi nema hvað að ég hef þúrft að fletta í allmörgum orðabókum á hinum margvíslegu tungum til þess að finna út merkinguna á hinum og þessum orðum. Eitt af þeim var praelatum. Fimmtudaginn síðasta finn ég hana út eftir víðáttumikla leit. Sem sagt biskup. Nú fyrir korteri síðan las ég bloggið hennar Önnu minnar í Hollandi og sé ég þá ekki nema þetta forláta orð. Hvernig stendur á svona tilviljunum? --------------------------------------------------- Í morgunn heyrði ég til Ríkharðs, fjögurra ára vinar Kjartans sem gisti hjá okkur í nótt, segja lágt að hann hafi séð mömmu hans á brókinni í eldhúsinu. Ég hentist í snarheitum inní stofu, hristi bossann framan í strákana og spurði þá hvort þeim þætti hann ekki sætur. Það er nefninlega eins gott að losa svona kríli strax við blygðunarkennd svo þeir muni ekki líða fyrir það með aldrinum. Ég var að heyra barnasögu í dag af fjögurra ára stelpu sem horfði samviskusamlega á páskabarnaefnið um síðustuhelgi en fékk síðan martraðir. Er mamma hennar spurði hana hvað hana hefði dreymt. Þá svaraði hún: "Um mennina þrjá, Jesús, Júdas og þennan vondasta með þyrnikórónuna!" posted by Maria 2:48 PM
Nú þegar ég er komin í mitt eigið húsnæði, stórt og rúmgott, er ég búin að tína næstum allt bókasafnið mitt uppúr rykföllnum kössum sem í rúm tvö ár hefur heimilislaust beðið niðrí kjallara hjá ömmu og mömmu. Skírnir frá 1911, Espólín og margar spennandi skruddur. Í gær gluggaði ég í Málsháttasafn Finns Jónssonar (Þó ekki Finns biskups sem ég hamast við að þýða um þessar mundir). Þar fann ég nokkra athyglisverða málshætti sem lýsa kvennfordómum. Látum heyra: Kauptu konu og ljereft við ljós Drós er dánumanns yndi Lítið er lúnga í lóuþræls únga, þó er enn minna manvitið kvinna Hlýðin kona hefur í staðinn ást og eftirlæti Sá flytur gott hlass í garð sem góða konu fær Ekki er öllum konum eins að heilsa Sá á þarfan hlut sem á þrifna konu Aldrei er kvennastjórn affaragóð Kona er karlmanns fylgja Gamlar stúlkur og úngar ekkjur gefa jafnan gott færi Sá á konu sem kaupir Þessir málshættir voru barn síns tíma, enda tekið saman í rit árið 1920 en alltaf bregður mér jafnmikið að sjá svona niðurlægingu sem sem kemur uppúr þurru. Voru konur virkilega stoltar að heyra sig nefndar í samhengi við einhvern af þessum málsháttum? Fannst eiginmönnunum þeir vera rómantískir er á síðkvöldum þeim varð á orði við sína heittelskuðu: Sá á þarfan hlut sem á þrifna konu. Annars fann ég nokkra aðra athyglisverða. Þeir eru eftirfarandi: Enginn kemur frá einum presti óskitinn Ekki er matur í pistlum Páls sem prestar kveða Enginn er alheimskur ef þegja kann Ekki er vert að þakka áður en maður smakkar Sá á þef sem fyrst finnur Þennan myndi amma tileinka sér: Svo er hver virtur sem hann er gyrtur Þennan hér tileinka ég mér hins vegar: Hvað veit sá er einskis freistar posted by Maria 3:14 AM
home